Tryggingastofnun er handónýtt....

fyrirbrygði og virðist mér þessi stofnun hafa það eina hlutverk að hrauna yfir fólk sem fellur frá vinnu vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Tökum mitt dæmi og skoðum það. Ég slasaðist 28 Mars síðastliðinn og verð óvinnufær. Ég eins og margir aðrir í sömu stöðu leita til þessara stofnunar. Eftir ótrúlegt ferli sem er ekki hægt að lýsa nema gefa út minnst 800 síðna bók sem eflaust yrði nefnd til Nóbelsverðlauna vegna ótrúverðleika. Matið kom frá okkar frábæra apparati og eru þær bætur sem mér voru ætlaðar svo svívirðilega lágar að maður verður orðlaus. Þetta í stuttu máli dugar fyrir mat handa 4 manna fjölskyldu eins og ég á fyrir hádegi þá er restin af deginum eftir plús annar rekstur heimilisins. Ég auglýsi eftir þessu frábæra velferðarkerfi sem við eigum að búa við. Ef það er til er það greinilega ætlað einhverjum öðrum en mér.
mbl.is Karl Steinar: Löggjöf um almannatryggingar breytt á krampakenndan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er óhætt fyrir Karl Steinar Guðnason að gagnrýna kerfið, þegar hann hættir að vinna þarna, en meðan hann var þarna í vinnu var allt svo gott og hafið yfir alla gagnrýni.  Eru svona menn mjög trúverðugir?

Jóhann Elíasson, 17.9.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband