Þetta var alveg fyrirsjáanlegt.............

flestum nema stjórn strætó. Hefur engum af þessum bónusheilum hjá strætó eða borgarstjórn dottið til hugar að hafa frítt fyrir alla í strætó. Með því myndi margur vandinn leysast, svo sem umferðarstíflur á annatíma, útblástursmengun, svifryksmengun og svo ekki sé talað um fækkun slysa sem fylgir minni umferð. Ef þessi markmið nást fram með því einu að hafa frítt í strætó er það fórnarkostnaður sem á fullkominn rétt á sér.
mbl.is Svindl með strætókort stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað ætti að ganga alla leið og hafa frítt í strætó fyrir alla og fjölga ferðum (auka ferðatíðni).  Annað hvort er að reka strætó almennilega eða sleppa því.

Jóhann Elíasson, 8.9.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: SG

Jú, jú... Það er alveg rétt að strætó ætti að vera frítt fyrir alla. En ég held að jafnvel þótt það væri frítt þá myndi aðeins örlítið brot af fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýta sér það.

Bæði afþví að leiðarkerfi Strætó er alveg rosalega flókið og henntar voðalega fáum. Og afþví að fæstir vilja láta frá sér þægindin að geta verið á sínum eigin bíl og ráðið ferðum sínum.

En annars mætti alveg stíga skrefinu lengra og klára málið. Ég er sjálfur námsmaður og á svona strætókort, ég á líka bíl til umráða. Ég á alveg rosalega erfitt með að skilja bílinn eftir þó svo að það sé strætóskýli hérna beint fyrir utan sem gengur beint niður í skóla. 

SG, 8.9.2007 kl. 18:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað yrði að endurskoða leiðarkerfið ef fjölgað yrpi ferðum, það sér það hver heilvita maður að ferðir á hálftíma fresti eru bara brandari.

Jóhann Elíasson, 8.9.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband