Fánýtur fróðleikur, en samt gott að vita.

Á Englandi hefur þingið aldrei samþykkt lög sem segja að morð séu ólögleg. Morð eru einungis ólögleg út frá lagalegu fordæmi.

Á löggjafarþingi Rhode Island árið 1970 var lögð fram sú tillaga að leggja skyldi tveggja dollara skatt á kynmök.

Bannað er að keyra niður götur Brewton í Alabama á vélbát.

Einvígi eru lögleg í Paragvæ svo framarlega sem báðir aðilar eru skráðir blóðgjafar.

Hver einasti íbúi Kentucky-fylkis í Bandaríkjunum er skyldugur til að fara í bað einu sinni á ári.

Í Alaska er ólöglegt að skjóta elg úr flugvél.

Í Arizóna er bannað að veiða úlfalda.

Í Aþenu er lögreglunni heimilt að svipta mann ökuleyfinu ef sýnt þykir að hann sé annað hvort "óbaðaður eða illa klæddur".

Í ákveðinni borg í Sviss er ólöglegt að skella bílhurðum.

Í Baltimore er bannað að þrífa vask sama hversu skítugur hann er.

Í Bladworth í Saskatchewan er bannað að gretta sig framan í kýr.

Í Helsinki hleypir löggan loftinu úr bíldekkjunum í stað þess að sekta ökumenn.

Í Michigan er ólöglegt að skilja eftir þefdýr í skrifborðsskúffu yfirmannsins.

Í Singapúr er bannað með lögum að pissa í lyftu.

Í Texas er bannað að krota á annarra manna kýr.

Samkvæmt breskum lögum sem sett voru árið 1845 lá dauðarefsing við því að reyna sjálfsmorð. Þeir sem brutu gegn þessum lögum áttu það á hættu að verða hengdir.

Samkvæmt lögum í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum skulu öll baðker vera höfð úti í garði en ekki innanhúss.

Hidúískir karlmenn töldu ógæfu fylgja því að giftast í þriðja sinn. Þeir töldu sig geta afstýrt ógæfunni með því að kvænast tré í millitíðinni. Tréð (þriðja konan) var síðan brennt og þannig gat maðurinn gifst aftur, og nú fjórðu konunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband