Hvaða máli skiptir það?

Vísir, 20. ágú. 2007 07:58

Veiddi 700 tonn af þorski á tíu dögum

untitledÞýskir og norskir togarar, sem hafa veiðiheimildir við Austur Grænland, hafa mokveitt þorsk upp á síðkastið. Þýski togarinn Kiel, sem er í eigu Samherja á Akureyri kom til dæmist til Hafnarfjarðar á sjötta tímanum í morgun til löndunar með um 700 tonn af frystum þorskflökum, sem skipið fékk á aðeins tíu dögum.

Þetta jafngildir vel yfir þúsund tonnum af þroski upp úr sjó, eða ríflega hundrað tonnum á sólarhring. Aflaverðmætið er vel á fimmta hundrað milljónir króna, sem er líklega verðmætasti farmur úr einni veiðiferð, sem landað hefur verið hér á landi til þessa. Þessi óvenju mikla þorskgengd við Austur Grænland hefur vakið vonir íslenskra sjómanna og útvegsmanna um grænlandsþorskurinn kunni að ganga inn á Íslandsmið á næstunni, eins og þeir telja að dæmi séu um frá fyrri árum.- Frétt líkur.

Dettur einhverjum í hug að brugðist verði við á einhvern hátt? Það verður nákvæmlega sam sagan og alltaf hefur verið Hafró fer að safna þorski. Það er nefnilega svo merkilegt með það að fiskur sem gengur á Íslandsmið missir sporðinn um leið og hann kemur og getur þar af leiðandi alls ekki farið til baka að mati Hafró. Merkilegt en svona er þetta bara, og Hafró kemst upp með þessa dellu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband