Þeir dreifa drullunni.......

mynd
Dagur B.Eggertsson
Fréttablaðið, 13. ágú. 2007 05:30

Framtíð sjávarútvegs í Reykjavík

Þau stóru tíðindi voru tilkynnt fyrir helgi að stærsta útgerðarfélag borgarinnar HB-Grandi ætli að flytja alla fiskvinnslu sína frá Reykjavík á Akranes. Ef marka má fjölmiðla kom Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, af fjöllum. Borgarstjóri er þar enn ef marka má þögn hans um málið. Þó er HB-Grandi líklega einn stærsti viðskiptavinur Faxaflóahafna og við fiskvinnslu fyrirtækisins í Reykjavík vinna alls 120 manns.

Alvarlegt sinnuleysi

Hafi engin samtöl átt sér stað milli meirihluta borgarstjórnar og lykilfyrirtækja í sjávarútvegi um viðbrögð við niðurskurði aflaheimilda er það með ólíkindum. Heilir tveir mánuðir eru síðan Samfylkingin lagði fram skriflega fyrirspurn til borgarstjóra í borgarráði þar sem kallað var eftir svörum við því hvernig borgarstjóri teldi að best yrði haldið á hagsmunum sjávarútvegs á starfssvæði Faxaflóahafna gagnvart niðurskurði aflaheimilda og endurúthlutun þeirra til framtíðar. Ekkert svar hefur enn verið lagt fram. Það eitt og sér er í hæsta máta óvenjulegt. Eru hagsmunir sjávarútvegs afkoma þeirra hundruð fjölskyldna sem byggja afkomu sína af fiskveiðum og vinnslu í stærstu verstöð landsins, Reykjavík, ekki þess virði að borgarstjóri svo mikið sem gefi þeim gaum?

Hagsmunir Reykjavíkur í öðru sæti?

Formaður stjórnar Faxaflóahafna hefur þó hreint ekki látið sjávarútvegsmál óafskipt. Hann vakti þó nokkra athygli fyrir yfirlýsingar sínar um að auknar veiðiheimildir ættu í framtíðinni aðeins að koma í hlut útgerða utan Reykjavíkur. Þau ummæli féllu í frægri sjómannadagsræðu.

Borgarstjóri hefur ekki enn viljað svarað borgarráði því hvort þetta sé stefna meirihlutans. Getur verið að þessi óvissa um hug meirihluta borgarstjórnar til framtíðar sjávarútvegs í Reykjavík eigi hlut að máli í ákvörðun HB-Granda?


Óvissa yfir vesturhöfninni

Að síðustu verður að íhuga hvort sú óvissa sem sköpuð hefur verið með glannalegum og alls ótímabærum yfirlýsingum um skipulag umfangsmikillar íbúabyggðar í Örfirisey leiði til tortryggni um þann hug sem meirihluti borgarstjórnar beri til sjávarútvegs og fiskvinnslu í borginni. Þar er fjölmörgum lykilspurningum ósvarað. Engin atvinnugrein þrífst hins vegar við óvissu. Ef ekki verður haldið á skipulagsmálum hafnarsvæða af meiri festu geta Reykvíkingar því átt von á því að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið.

Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Lestur þessara greinar er hreint með ólíkindum, 120 missa vinnuna hjá HB Granda í Reykjavík.
Sem eru afskaplega fáir miða við höfðatölu (samt of margir). Það þykir allt í lagi þegar 40 er sagt upp hér, 60 þar og svona mætti lengi telja í litlu sjávarþorpum landsins af því að þeir eru sko dreifbýlis plebbar og túttur sem eiga það sko skilið, og engin ástæða til viðbragða. Og ásaka svo menn um að svara ekki spurningum, Dagur B Eggertsson hlýtur að hafa étið eitthvað handónýtt. Hefur Samfylkingin í ríkisstjórn svarað þjóðinni einhverjum spurningum um raunhæf viðbrögð við niðurskurðinum á þorski? Hefur Samfylkingin brugðist við og lagt fram eitthvað af fögru kosningaloforðunum tengt sjávarútvegnum? Hefur Samfylkingin brugðist við og rætt við fyrirtækin í sjávarþorpunum og svarað einhverju af viti? Hver stjórnaði borginni þegar niðurrifið í Reykjavíkurhöfn byrjaði og fyrirtækjum gert að selja lóðir og hypja sig eitthvað annað? Ég verð að viðurkenna það,  núna er ég orðlaus.
kv. Halli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

tek undir hvert orð

Hallgrímur Óli Helgason, 13.8.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þér.  Dagur er bara að fá á sig "nöldrarastimpil" með þessum kjaftavaðli sínum.  Ennþá er beðið eftir svokölluðum mótvægisaðgerðum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.  Kannski er ekki nógu og langt liðið frá því að tilkynnt var um niðurskurð ákvóta? Dagur B. Eggertsson talar ekki um það.

Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband