Er vitleysunni engin takmörk........

sett. Hvernig er hægt að tala um og votta að það sé verið að framkvæma hlutina með ábyrgum hætti? Getur það talist ábyrgt að fylgt skuli í algjöri blindni ráðgjöf sem byggð er á handónýtum og margfölsuðum gögnum? Er það ábyrg stefna að hunsa algjörleg skilaboð náttúrunnar um ætisskort, sem síðan leiðir af sér hrun nytjastofna? Sem leiðir okkur inn í keðjuverkun niðurskurðar, sem enginn er ennþá farinn að sjá fyrir endann á. Og áfram leiðir þetta til þess að sjávarbyggðir eru skildar eftir sem rjúkandi rústir og íbúarnir fastir í verðlausum eignum. Er það ábyrgt fyrir stjórnvöld að vera dregin áfram einsog heilalaus naut af kvóta auðvaldinu? Sem hefur bara eitt á stefnuskrá, eignast pottinn sem síðan er seldur sem sagt veðsettur í topp. Mikið hef ég skakka mynd af málunum ef þetta telst ábyrg stefna. Er ekki orðið til neitt sem heitir siðferðisleg réttlætiskennd hjá þessum mönnum?

kv. Halli

mbl.is Umhverfislýsing fyrir íslenskar fiskveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er náttúrulega ekkert minna en hneyksli, en þeim hefur vantað fjaðrir til skrauts, svona eftir skoðanakönnunina. Það væri þarft verk að þýða það bitastæðasta úr gagnrýninni hérna og koma á framfæri við erlendar fréttastofur. Verstur andskotinn að það veldur svo miklu tjóni fyrir aðila sem síst mega við því, annars væri sjálfsagt búið að því.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þvílíkt og annað eins rugl. Manni fer að skorta orð yfir vitleysunni, það kemur að því einn daginn 
Hafsteinn að ég sendi frá mér vel valda grein sem 
lýsir vitleysunni í hnotskurn. Ég hélt satt best að segja að fyrirlestrarnir sem Jón Kristjánsson og fleiri hafa haldið í Skotlandi og Írlandi m.a kæmu í veg fyrir svona. En einhvern veginn virðist alltaf vera til leið fyrir apparatið til skrautfjaðrasöfnunar.
Síðan er allsvakalegt að lesa pistilinn sem Þorsteinn Pálsson birti á vísir.is hann er sennilega búinn að gleyma því að hann var einn af ráðherrunum sem kláruðu að móta þessa dellu. Við verðum að bera kaffi í kallinn, er það ekki sagt svo gott við ellihrumum.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.8.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hef ekki séð það á Vísi, þarf að kíkja á það.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2007 kl. 22:32

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er stórhlægilegt annað ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.8.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband