þri. 31.7.2007
Líú blaðrar og blaðrar um...
ábyrga umgengni um fiskimiðin. Er ekki löngu orðið tímabært að stjórnarliðar þessa lands hysji upp um sig brækurnar og opni augun fyrir innihaldslausu rugli Líú og banni flottrollsveiðar innan landhelginnar. Hér fyrir neðan er úrdráttur úr tölvupósti sem vinur minn sendi mér, hann er sjómaður á einu af mörgum flottrollsveiðiskipum sem Íslendingar eru svo stoltir af.
Nú er kappinn staddur á Dohrnbankanum og meiningin að ná í kolmunna. Það liggur við að maður fái
móral þegar belgurinn kemur upp loðinn í átu og smáloðnu. Til dæmis var togað í mökklóði í 4 tíma í
síðasta túr og belgneminn sýndi lóð í belgnum allan tímann en ekkert kom í pokann.
Hvað skyldum við hafa varið að drepa þennan tíma, það er málið það veit enginn og enginn gerir sér
grein fyrir því. Svo er eins og menn fatti ekki að það er verið að skjóta sig í fótinn með þessu
drápi á loðnupöddum sem eru um það bil 4-5 cm.
Þetta skilur maður ekki og sennilega er eins gott að geta ekki skilið alla þessa vitleysu.
Hvernig dettur nokkrum sæmilega hugsandi manni í hug að hlusta á samtök sem svona ganga um fjöregg okkar sem eru fiskimiðin? Það hefur margoft verið bent á að flottrollið er svakalegur skaðvaldur í lífríkinu, en auðvitað er það bara raus og rugl um hluti sem enginn hefur vit á nema Líú. Er það ekki dæmigert fyrir stjórnvöld að þau skuli líta upp til Líú og helst hafa þá með þegar kemur að tillögum og ráðgjöf um bætta umgengni um fiskimiðin?
Athugasemdir
Hef verið að berja á þessu ótrúlega og óþarfa drápi lengi.
Hef ekkert uppskorið í þeim efnum annað en vera sagður kverúlant, sem hafi ekkert vit á veiðarfærum og svo þetta óborganlega kækbundna viðkvæði frá ,,hagsmunaaðlium"
HELDUR ÞÚ VIRKILEGA, AÐ VIÐ GÖNGUM SVO UM AUÐLINDINA, AÐ VIÐ SKEMMUM FYRIR OKKUR SJÁLFUM?????" Svo setja menn upp helgislepjusvipinn, þrælæfðann.
Hef séð upptökur af virkni flottrolla, hvar ský af hreistri umlukti allann vænginn og eins langt og séð var eftir belgnum.
Fiskur sem missir hreistur í einhverju mæli er dauðadæmdur, þa´komast snýkjudýr inn að roði. AUk ígerða og þessháttar.
Allt þetta er vitað EN ekkert gert
Bjarni Kjartansson, 31.7.2007 kl. 08:24
Þetta er svakaleg lýsing en örugglega ekkert einsdæmi, það er á hreinu. En hvað þarf til svo hægt verði að opna augu þeirra sem geta tekið á þessum ósóma og tekið hag sjávarnytja almennt framyfir hag örfárra frekjuhunda sem öllu ráða í LÍÚ....??
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.7.2007 kl. 09:03
Ætli það sé nokkur von til þess að HAFRÓ vakni upp af Þyrnirósarsvefninum við svona lýsingar?
Jóhann Elíasson, 31.7.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.