Smávæginlegur misskilningur.

Halda menn virkilega að það sé hægt að ljúga hverju sem er í landann? Hver trúir því að Sláturhús Hellu hafi verið alvara með að fara í samkeppni við sjálfan sig? Þarna var einfaldlega keypt í burtu hugsanleg samkeppni frá öðrum. Og að skíra þetta misskilning, er náttúrulega bara þvæla þessir menn vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.  Hér fyrir neðan er fréttin. Og dæmi hver fyrir sig.

Misskildu útboðsreglurnar
Forsvarsmenn Sláturhúss Hellu töldu sig geta boðið í undirflokka tolla af kjötvörum í núllkvótaútboði í apríl. Þegar annað kom á daginn var hætt við kaup á öllu saman þar sem markaðsaðstæður höfðu breyst. Framkvæmdastjóri segir undarlegt að það hafi engar afleiðingar að fá úthlutað kvóta en sækja hann aldrei.

Viðskipti Misskilningur á útboðsreglum og breytingar á markaðsaðstæðum ollu því að forsvarsmenn Sláturhúss Hellu hf. (SH) sóttu aldrei kvóta sem þeir fengu úthlutað úr núllkvótaútboði á kjötvörum sem haldið var í apríl. Núllkvótinn var liður í samningi við ESB sem ætlað var að stuðla að lækkun matvælaverðs á Íslandi. Hann hefur ekki verið boðinn út að nýju.

SH taldi sig geta boðið í undirflokka tolla af nautakjöti og bauð því lágt verð í hakkvöru, en hátt í dýrara kjöt, til dæmis lundir. Kvótanum var hins vegar ekki úthlutað eftir undirflokkum, heldur einungis yfirflokkum. Eðli málsins samkvæmt var einungis hæstu boðum tekið. Það þýddi að boði SH, sem og öðrum lágum boðum, í hakkvöru var hafnað en hærri boðum í fínna kjöt tekið, þar á meðal boði SH í lundir.

"Við skildum útboðið þannig að það ætti að bjóða í undirflokka," segir Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri SH. Hann segir að þegar annað hafi komið í ljós hafi SH ákveðið að hætta við allt saman. "Við höfðum ekki kaupendur að því magni að okkur þætti taka því að flytja hitt kjötið inn. Það kom líka aukið framboð inn hjá okkur á þessum tíma."

"Menn flytja almennt inn þá vöru sem vantar á markaðinn," segir Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Hann segir það aðallega vera dýrari vöruna og því klárist kvótinn jafnan í dýrari vöruna. "Við höfum brugðist við því með því að hafa bara opinn tollkvóta á föstum lækkuðum gjöldum fyrir nautahakkið til dæmis. Það fyrirkomulag hefur gefist býsna vel."

Auk þessa 550 tonna núllkvóta, það er kvóta sem bjóða má í allt niður í núll krónur, kveður samningurinn við ESB á um almenna lækkun tolla á þessar vörur um fjörutíu prósent. "Það skapar skilyrði fyrir að hægt sé að flytja inn ótakmarkað magn fyrir utan núllkvótann. Það hefur verið talsvert um það," segir Guðmundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband