sun. 22.7.2007
Hvaða vísindi liggja...............
að baki ákvörðunnar Sjávarútvegsráðherra, um úthlutun aflamarks á næsta fiskveiðiári? Þegar farið er yfir tillögur Hafró og þær svo bornar saman við úthlutun aflamarks kemur eitt og annað skrítið í ljós. Ef Einar K Guðfinnsson er algjörlega handviss um að Hafró hefur rétt fyrir sér um ástand þorsksins, hvernig getur hann þá á sama tíma hunsað margar aðrar tegundir og aukið við þær? Það vita það allir að vonlaust er að veiða svona mikið af öðrum tegundum, með svona fáránlega litlum heimildum í þorski. Hvaða hvati er þar að baki? Er hann að segja að vísindi Hafró séu með öllu ónothæf nema í þorski? Er það nema sjálfsögð krafa að hann útskýri þessa vitleysu fyrir okkur? Þetta er kannski enn einn blekkingarleikurinn sem síðan er reiknaður út hjá Hagfræðistofnun Háskólans stjórnvöldum til stuðnings. Sem síðan stenst engan vegin þegar upp er staðið. Og sannið þið til, það verður einhverjum allt öðrum að kenna heldur en þeim sem vitleysuna sömdu. Hér er Hlekkur á Kristinn H Gunnarsson sem sýnir það hvernig ráðgjöfin var meðhöndluð.
Athugasemdir
Ég reikna nú ekki með að það verði neitt auðvelt fyrir sjávarútvegsráðherra að útskýra það hvernig LÍÚ stjórnar hans ákvörðunum.
Jóhann Elíasson, 22.7.2007 kl. 14:32
Já þetta er merkileg staðreynd, svona hefur þetta reyndar alltaf verið, þegar skorið er niður í þorski að þá er reynt að auka í öðru og þá langt framúr ráðgjöf.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.7.2007 kl. 15:16
Þegar menn halda að lagastjórnun stjórni náttúrunni í þessu tilviki vistkerfi hafsins varðandi það að er reglugerð segir að ýsa skuli ekki fara í sama net og þorskur þá eru menn úti að aka vægast sagt.
Núverandi löggjöf og brottkastið allt á sér upphaf í hinni heimskulegu lagasmíð þar sem sentimetratala þorsks var sett í lögin um stærð fiskar til að koma með að landi að viðurlögðum stórkostlegum sektarákvæðum þar að lútandi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2007 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.