Þver pólitísk samstaða

um lækkun áfengisverðs! Þetta er fyrirsögnin á Fréttablaðinu í dag. Alveg er þetta í takt við annað, fjórir af fimm forustumönnum flokkanna sammála um þetta. Hvað skildi liggja að baki þarna, er verið að kaupa sér vinsældir á ódýran hátt? Allir geta verið sammála um að verð á áfengi er skuggalega hátt, en væri ekki betra fyrir okkur sem þetta land byggja að menn snéru sér að öðru og miklu mikilvægara máli? Sem er olíugjaldið sem við erum pínd til að borga, ég kem hér með dæmi. Ég er á bíl sem brennir dísilolíu. Ég keyri 30.000 km á ári, bíllinn eyðir 12 lítrum á hverja 100 km. Verðið á lítrann er 122,20 í dag. Samtals eru þetta 3.600 lítrar sem kosta 439.920 þús kr. Þegar verðið er 122,20 fær olíufélagið 57,168 kr per ltr til sín. Samtals 205,804 þús kr, en ríkið tekur 41 kr per ltr í olíugjald samtals 147,600 þús kr, restin 24.032 kr per ltr er virðisaukaskattur samtals 86,515 kr. Þús. Samtals tekur ríkið 233,115 þús kr til sín af þessum 439,920 þús kr sem ég borga við dæluna. Í mínum huga er það mikið mikilvægara að tekið sé á þessu, frekar en lækka einhvern helvítis bjór eða rauðvín, sem skapar mjög oft einhver djöfulsins leiðindi og vandamál í samfélaginu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég hefði haldið að það væri meiri nauðsyn á að lækka þetta helvítis okur á olíu og bensín, frekar en hjálpa fólki við að drekka sig í hel. Það er nokkuð ljóst að ég og margir aðrir myndu njóta meira góð af lækkun á olíugjaldi, frekar en á víni. Þetta mætti til að mynda nefna mótvægisaðgerð sem virkar einsog skot í vasa okkar landsmanna, ekki einhver andskotans vegagerð, sem við höfum ekkert við að gera þegar atvinnan minkar og enginn hefur efni á að rúnta um herlegheitin, sem kallast þjóðvegur NR.1. 

kv.Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 20.7.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband