Þetta er til skammar

hvernig stjórnvöld halda á þessum málum. Hvernig er hægt að slá sér upp til riddara með því að við eigum eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi? Reksturinn gjörsamlega í klessu, skuldir við byrgja gríðarlegar. En náttúrulega reddast þetta allt með byggingu hátæknisjúkrahúss upp á guð má vita hvað marga milljarða. Það er alveg ljóst að sú bygging verður minnsta kosti 80% dýrari en kostnaðaráætlanir gera ráð fyrir, það er reynslan af öllum áætlunum í ríkisgeiranum. Ég held að stjórnvöld ættu að hafa vit á því koma rekstrinum í lag hjá LSH, áður en eytt er ómældu magni fjár í eitthvað tísku fyrirbrygði sem kallast hátæknisjúkrahús. Eru sjúkrahúsin okkar ekki meira og minna hátæknisjúkrahús? Einnig er mjög merkilegt þegar stjórnvöld vilja meina að fjárframlögin eigi að duga fyrir rekstri sjúkrahúsanna sem það gerir aldrei, að það skuli aldrei neinn af forstjórum sjúkrahúsanna verða rekinn. Það þykir í það minnsta eðlilegt á hinu frjálsa vinnumarkaði að ef menn ekki standa sig þá eru þeir einfaldlega reknir.  

  

kv. Halli


mbl.is Viðvarandi vanskil LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það má ekki reikna það út að Íslendingum hafi fjölgað mikið undanfarið Hallgrímur og sökum þess skilur enginn neitt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.7.2007 kl. 02:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei það er aldrei hreyft við þessum "gullkálfum sem eru á JÖTUNNI" því það er svo DÝRT að reka þá (starfslokasamningar og svoleiðis). Flestir eru æviráðnir og það eina sem væri hægt að gera við þá væri að setja þá í annað starf og þá á sömu launum (eins og var gert við Hafstein hjá Gæslunni) en þá þurfa þeir að vera búnir að gera ansi mikið af sér. En það er sko alveg rétt hjá þér þessir menn eru aldrei látnir taka ábyrgð á gerðum sínum, en þegar talið berst að launum þessara manna er talað um að þeir hafi svo mikla ábyrgð að þeir verði að hafa góð laun.  Ég segi bara:  HVAÐA ÁBYRGÐ?

Jóhann Elíasson, 20.7.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er sko alveg ábyggilega rétt, HVAÐA ANDSKOTANS ÁBYRGÐ? Þeir bera aldrei neina ábyrgð þessir menn og eins og, fram kemur hér, ef einhver fær nóg þá þarf að leysa þá út með launum út ævina...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.7.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband