sun. 20.5.2007
Sofandaháttur og viljaleysi.
Það kemur best fram hver vilji ríkisstjórnarinnar er í sjávarútvegsmálum þegar við skoðum hvernig afgreiðsla þeirra á byggðarkvótanum er.Það er komið langt fram í maí og ekkert komið enn.Hvernig í helvítinu er hægt að vera svona lengi að afgreiða þetta mál?Að sjálfsögðu er enginn ábyrgur þetta er nefnilega í einhverri helvítis nefnd sem enginn virðist bera ábyrgð á.Það virðist vera nóg að stofna einhverjar nefndir um allan andskotann og tímamörkin eru einungis vilji nefndarmanna.En eitt er ég nokkuð viss um að það stendur ekki á því að borga nefndarmönnum laun fyrir þennan slóðaskap.Sem svo að sjálfsögðu er réttlættur og þakkaður sem afskaplega fagmannlega unnið verk í einstaklega erfiðu máli!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.