sun. 6.5.2007
Kosningarnar
Jæja þá eru blessaðar kosningarnar framundan og ekki stendur á loforðum frekar en venjulega.
Einsog allir vita eru Sjálfstæðis og Framsóknar flokkarnir búnir að vera lengi við völd að mínu
mati alltof lengi.Þeir stæra sig af ábyrgri stjórn efnahagsmála,stöðugleika í hagkerfinu,gríðalega góðri heilsugæslu,öflugri atvinnu uppbyggingu,miklum hagvexti,gríðalegri kaupmáttaraukningu,allir
hafa það sem sagt agalega gott í þessu landi og þá meina þeir allir.En hvernig skildi raunveruleikinn
vera?Byrjum á heilbrigðiskerfinu,fréttir berast frá heilsugæslustöðvum,nauðsynlegt að loka deildum
vegna mannekklu,ástæðan léleg laun.Of lítið fjármagn sett til heilbrygðismála,á sama tíma skal
byggt HÁTÆKNI sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu þvílík della.Öldruðum hjónum stíað í sundur á
elliheimilum vegna plássleysis,algjörlega til fyrirmyndar.Stöðugleikinn er þvílíkur að það er nánast
hægt að búast við öllu, fall og styrking krónunnar uppá svona lítil 15 til 25% þykir bara fínt.
Þessi útreiknaði kaupmáttur er rifinn af fólki í formi verðtryggingar og ofurvaxta og rúmlega það,
djöfull magnað.Einn liður og einkar athyglisverður í atvinnu uppbyggingu er að fella nðiur 10%
útflutningsálag á óunninn fisk sem er fluttur út í gámum á erlendann markað,MJÖG MERKILEG
AÐGERÐ VIÐ ATVINNUSKÖPUN. Þessi ábyrga stjórn gefur hvert fyrirtækið á eftir öðru sem við
þjóðin eigum saman,
mjög ábyrgt eða hitt þó heldur.Alveg er ég viss um að þessir menn myndu ekki rétta mér afsal
af einhverjum einkaeignum sínum með duglegu afslætti bara vegna þess að ég er bara ég.
Einsog allir vita eru Sjálfstæðis og Framsóknar flokkarnir búnir að vera lengi við völd að mínu
mati alltof lengi.Þeir stæra sig af ábyrgri stjórn efnahagsmála,stöðugleika í hagkerfinu,gríðalega góðri heilsugæslu,öflugri atvinnu uppbyggingu,miklum hagvexti,gríðalegri kaupmáttaraukningu,allir
hafa það sem sagt agalega gott í þessu landi og þá meina þeir allir.En hvernig skildi raunveruleikinn
vera?Byrjum á heilbrigðiskerfinu,fréttir berast frá heilsugæslustöðvum,nauðsynlegt að loka deildum
vegna mannekklu,ástæðan léleg laun.Of lítið fjármagn sett til heilbrygðismála,á sama tíma skal
byggt HÁTÆKNI sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu þvílík della.Öldruðum hjónum stíað í sundur á
elliheimilum vegna plássleysis,algjörlega til fyrirmyndar.Stöðugleikinn er þvílíkur að það er nánast
hægt að búast við öllu, fall og styrking krónunnar uppá svona lítil 15 til 25% þykir bara fínt.
Þessi útreiknaði kaupmáttur er rifinn af fólki í formi verðtryggingar og ofurvaxta og rúmlega það,
djöfull magnað.Einn liður og einkar athyglisverður í atvinnu uppbyggingu er að fella nðiur 10%
útflutningsálag á óunninn fisk sem er fluttur út í gámum á erlendann markað,MJÖG MERKILEG
AÐGERÐ VIÐ ATVINNUSKÖPUN. Þessi ábyrga stjórn gefur hvert fyrirtækið á eftir öðru sem við
þjóðin eigum saman,
mjög ábyrgt eða hitt þó heldur.Alveg er ég viss um að þessir menn myndu ekki rétta mér afsal
af einhverjum einkaeignum sínum með duglegu afslætti bara vegna þess að ég er bara ég.
Athugasemdir
mér líst vel á þessar greinar sem þú hefur verið að skrifa
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 6.5.2007 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.