mið. 23.6.2010
Bankarnir fóru mjög illa
með almenning, það er að segja með því að taka stöðu gegn viðskiptavinum sínum.
Á almenningur engan rétt á leiðréttingu ?
Hvaða rétt telja ráðamenn sig hafa til að hunsa niðurstöðu æðsta dómstigs landsins ? (Hæstarétt)
Eru þeir hinir sömu tilbúnir til að láta stefna sér vegna ólöglegra aðgerða ?
Hvað getur léleg handónýt stjórn drullað mikið og lengi yfir sjálfan sig ?
Skammarlega opinberuðu ráðamenn sig sem búrtíkur auðvalds og glæpahyskisins.
Lánastofnanir og kaupleigufyrirtækin hafa ekki sýnt neina miskunn hvað þá heldur sanngirni.
Hvers vegna ætti almenningur að sína glæpahjörðinni sanngirni þegar á þá hallar?
Það er einfaldlega komið að því að almenningur á Íslandi búi við eitthvað annað en glæpsamlega okurvexti og ofaní kaupið er svo allt draslið verðtryggt.
Smávægilegt frí var tekið á sumarfríi síðunnar, mér einfaldlega ofbíður hækjugangur ráðamanna.
Þangað til næst, góðar stundir.
Almenningur fengi reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt er að minna viðskiptaráðherra á að almenningur er þegar búinn að fá reikninginn. Hæstiréttur er einungis að reyna að leiðrétta augljósar villur í honum....
Jór (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 19:51
Er ekki bara kominn tími til að almenningur taki stöðu gegn bönkunum og stjórnmálamönnum og gjaldfelli þetta mál
GAZZI11, 23.6.2010 kl. 23:56
Heyr heyr GAZZI11.
Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 00:04
Einstök skemmtun að lesa réttmæta úthúðun á kjarnyrtri íslensku!
Af nógu er að taka til að úthúða.
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2010 kl. 15:49
Það mætti halda að síðuritari hafi lært að tala Íslensku til sjós. Skýrt að orði kveðið og kjarnyrt
Sverrir Einarsson, 28.6.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.