Dæmi eru um að skip

sem er í Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hendir margfalt meira magni af fiski í hafið en það sem þeir eru að vitna í að nokkrir strandveiðibátar fiskuðu umfram og komu þó með í land.

Ég er að tala um brottkast per klukkustund hér ekki yfir árið og komast upp með það frítt, litli trillukarlinn fær nokkuð örugglega að borga sína sekt.

Sekt sem hann fær fyrir að fara að lögum um umgengni nytjastofna á íslandsmiðum.

Brottkast skipa LÍÚ nýtur aftur verndar elítunnar og fá að stunda sína iðju óáreitt og þurfa ekki að borga krónu fyrir að brjóta sömu lög sem aftur litli trillukarlinn virðir eins og sönnum heiðarlegum samfélagsþegnum sæmir.

Góðar stundir.


mbl.is Dæmi um 14 brot sama strandveiðibáts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LÍÚ er heldur ekki að birta neinar tölur um "framúrkeyrslu" í almenna kvótakerfinu enda stríðir það gegn þeirra hagsmunum.

Af hverju birtir LÍÚ ekki einnig í hverju brotin eru falin? Bátarnir geta komið með allt að 800 kg í land í hverri veiðiferð og ferðin frá bryggju að bryggju má ekki taka meira en 14 tíma. 800 kg. eru tvö kör og slatti í því þriðja, en þess ber að geta að engin vog er um borð til að vigta aflann. Væri fróðlegt að sjá hver stórt hlutfall þessara meintu brota er 10-20 kg. "framúrkeyrsla" í lönduðum afla eða nokkrar mínútur umfram 14 stunda regluna.

Elín (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 09:21

2 identicon

Já það ekki bara brottkast. Togarasjómenn hafa sagt frá "gulu" ýsunni sem landað er roðflettri og beinlausri í frystiumbúðu. Þorskur undir þunnu lagi af ufsa í kari er aðferð sem einnig var notuð á sumum bátum. Það viðgengst víða subbuskapur í tengslum við fiskveiðar en ég held að trillukarlar komist ekki í hálfkvisti við stærri skipin varðandi brot á löggjöfinni. 10-50 kg. í umframafla er að sjálfsögðu brot en það tekur því varla að nefna slíkt miðað við margt sem heyrst hefur um skip í aflamarkskerfi. En LÍÚ er þarna í raun með smjörklípuaðferðina góðu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband