ESB viðurkennir meingallað regluverk.

Ef það vottaði fyrir smávægilegum dug, þor og lítilræði af sómatilfinningu hjá íslenskum stjórnvöldum myndi eftirtalið gerast strax.

Allar viðræður um Icesave slegnar út af borðinu og neitað að borga fyrir einkafyrirtæki.

Farið í mál við bresk stjórnvöld vegna setningu hryðjuverkalaganna.

Svo í framhaldi.

Núverandi ríkisstjórn lýsti sjálfviljug yfir algjöru vanhæfni og segði af sér með skömm.

Það segir sig sjálft að hjörð sem getur ekki einu sinni stjórnað sjálfum sér er afleitasti valkostur sem nokkur þjóð getur yfir sig fengið og á að stjórna heilu þjóðfélagi.

Orðið hjörð er hér notað yfir ríkisstjórnina í heild sinni.

Góðar stundir. 

 


mbl.is Stofna sameiginlegan sjóð innistæðutryggjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einmitt, Evrópusambandið mun aldrei viðurkenna formlega að það beri einhverja ábyrgð á eigin regluverki. Okkur er ætlað að axla þá ábyrgð í samræmi við þá vinnureglu sambandsins að minni hagsmunum sé fórnandi fyrir stærri. Þannig er haldið á málum innan þess og okkar hagsmunir yrðu þar alltaf í minnihluta.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.2.2010 kl. 10:45

2 identicon

Þetta segir allt sem þarf !

Við erum ekki ábyrg, og höfum aldrei verið !

afb (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 10:47

3 Smámynd: The Critic

Auðvitað á ríkisstjórnin að segja að Icesave frumvarpið sé mistök og segja svo af sér, það er graf alvarlegt mál að hafa ætlað að stefna þjóðinni í gjaldþrot með því að bjóðast til að borga eitthvað sem er ekki okkar að borga. 

Staðreyndin er hinsvegar sú að ríkisstjórnin vill ekki viðurkenna mistök og heldur áfram að halda fram að okkur beri að borga því það lítur illa út fyrir pólitískan feril þeirra sem studdu þetta frumvarp að skipta skyndilega um skoðun.  Einnig er það valdagræðgin sem spilar mikið inn í, Steingrímur loksins komin til valda eftir mörg ár og hefur nú loks tækifæri á að hækka alla skatta eins og honum hefur alltaf langað til. 

The Critic, 20.2.2010 kl. 11:07

4 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

LIKE

Hjalti Sigurðarson, 20.2.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband