Af hverju velja þeir ekki Breiðdalsvík

sem fundarstað?brei_dalsvik_661246.jpg

Er það það kannski vegna þess að afleiðingar kvótakerfisins birtist þeim með fremur óþægilegum hætti þar?

Það mætti reyndar stinga uppá fjölmörgum öðrum stöðum fyrir fundinn þar sem afleiðingar kvótakerfisins öskra á gesti og gangandi svo ekki sé nú talað um hörmungar íbúanna.

Góðar stundir.


mbl.is Fundað um afleiðingar fyrningarleiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það verður að breyta kvótakerfinu.  Því þá flytja allir til Breiðdalsvíkur til að vinna í fisk...   Eða hvað???

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Það þarf ekki að vera, hins vegar þarf að gera þjóðinni kleyft að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni á jafnréttisgrundvelli sem brýtur ekki á atvinnufrelsi hennar eins og núverandi kerfi.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 7.2.2010 kl. 13:07

3 identicon

.eg er nokkuð viss um að guðbjartur og aðrir áhangendur kvótakerfisins eiga erfitt með að skilja fólk sem ekki getur selt almannaeignir (veiðiheimildir) og flutt hvert sem það vill,heldur er niðurnelgt við eignir sem það hefur komið sér upp við að vinna hjá mönnum sem alltí einu ákváðu að selja lífsviðurværi þeirra sem hjálpað höfðu til við að byggja upp útgerðir í sjávarplássum landsins,og sitja síðan uppi með verðlausa eign eftir að útgerðarmaðurinn ákvað að selja atvinnuna frá þessum stöðum.þannig er um marga farið á Breiðdalsvík og fleiri stöðum,nú hrína kvótaerfingjar sem sjá fram á að pabbi missi kvótann "sinn" 

árni (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 13:36

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Guðbjartur, hvort fólk velji að flytja til Breiðdalsvíkur eða eitthvað annað er ekki aðalmálið.

Aðalmálið er að fólkið var svipt viðurværi sínu á einni nóttu og situr eftir atvinnulaust í verðlausum eignum.

Það sama á við um fjölmarga aðra staði því miður.

En auðvitað skiptir það þig akkúrat engu máli maður sem getur skrifað svona sjá hér.

Af hverju talar þú ekki aðeins um Barentshafið og hvað menn hafa gert þar í áraraðir sjá hér.

Góðar stundir.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2010 kl. 14:55

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

það að engum hafi tekist að reka fiskvinnslu á Breiðdalsvík án þess að hún færi á hausinn er ekki kvótakerfinu að kenna. 

Hreinn Sigurðsson, 7.2.2010 kl. 16:52

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heyrðu gammli minn sko, talandi um Breiðdalsvík, ég er vonandi að fá hvolp. Strákurinn minn átti pantaðann hvolp ef þeir kæmu og nú eru hvolpar og ég er að vona að ég fái líka, en það er óvíst, en allavega þá kemur einn í fjölskylduna. Mundi halda að það sé bróðir Birtu samfeðra.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.2.2010 kl. 17:04

7 Smámynd: GAZZI11

Þetta er svona álíka vitlaus umræða og lokun heilsugæslu og sjúkraúsa.

GAZZI11, 8.2.2010 kl. 00:58

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hreinn ég er að tala um þetta í víðara samhengi, Breiðdalsvík er nefnt sem dæmi það eru fjölmargir margir aðrir staðir sem eiga þetta sameiginlegt því miður.

Hvað er svona vitlaust að þínu mati GAZZI?

Hallgrímur Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 06:23

9 Smámynd: GAZZI11

Til dæmis það að Ólina Þ hafi kvartað yfir því að einhver kvótakóngur geti flutt eða selt kvótann og þar með sett bæjarfélag í vandræði og skapað atvinnuleysi. Á sama tíma finnst henni sjálfsagt að loka sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum og flytja þjónustuna til Reykjavíkur. Getum við þá ekki kallað hana "Stjórnmálakóng" þegar hún og hennar flokkur er farinn að rústa heilu bæjarfélögunum með sambærilegum aðgerðum. 

Hvar ætla menn svo að enda þessa umræðu:

Á að leyfa öllum að veiða ?

Ætlum við að setja á byggðakvóta og láta byggðafélagið úthluta ?

Ætlum við að flytja fiskvinnsluna í land með tilheyrandi kostnaði ?

Á að horfa á hagvæmni og arðsemi við veiðar ?

Hvað með þá sem hafa keypt sig inn í kerfið ?

Á henda veiðireynslunni þeim sem kunna þetta og þekkja miðin ?

Ég átta mig alveg á því að staðir eins og Vestmannaeyjar og Hornafjörður eiga stóran hluta tilveru sinnar undir örfáum einstaklingum sem gætu klikkast og selt kvótann. Vissulega hafa margir staðir farið illa og man ég t.d að í Keflavík var fín fiskvinnsla og útgerð.

Tækni og þróun við veiðar bæði hvað varðar skip og búnað við fiskleit og svo veiðafæri hafa gjörbreyst á örskömmum tíma þannig að færri þurfa að koma að fiskvinnslunni og veiðum. Afkastagetan aukist.

Síðan er það, að svo virðist sem að það sé ekki nægjanlega fínt né launin nægjanleg til að Íslendingur geti lifað af þeim tekjum sem eru í boði í fiskvinnslu almennt.

Mikið rop og læti heyrðust í Eyjum, Hornafirði og fleiri stöðum þegar verið var að úthluta kvóta til minni einstaklinga sem svo seldu strax kvótann úr byggðafélaginu eða réðu svo erlent vinnuafl í vinnu.

GAZZI11, 8.2.2010 kl. 12:26

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi samlíking á sægreifum og ríkisrekstri er nú ekki svara verður einusinni og ekki að undra, þó menn þori ekki fram með svona þvaður öðruvísi en undir dulnefni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2010 kl. 20:29

11 Smámynd: GAZZI11

Það skiptir engu máli hvort ég heiti Jón eða sér Jón. 

Rekstur er alltaf rekstur hvort sem hann er ríkisins eða annara. Erum við ekki annars öll að vinna fyrir ríkið ?

Kannski ættum við bara að stofna eina ríkisútgerð utan um fiskveiðar ?

Það hlýtur að vera krafa almennings að þeir sem fari með völdin hér og auðlindir s.s fisk, vatn, þekkingu, þjónustu o.s.fr geri það á sem hagkvæmastan hátt, og skili arði til þjóðarbúsins. Því miður hefur það ekki alltaf verið hvorki hjá stjórnmálamönnum né þeim sem ráða yfir auðlindum Íslendinga eða hafa fengið þær á silfurfati. Gildir þá einu hvort um ræðir raforku / virkjanir. Arðurinn af þessu flæðir út úr landinu.

Hafsteinn þú getur kannski svarað því hvort auðlindum þjóðarinnar er best varið í umsjá ríkisins eða einkaaðila. Þú mátt lika svara undir dulnefni. Skiptir mig engu máli hvort þú heitir Steingrímur eða Bjarni Ben þetta er hvort eð allt feik.

GAZZI11, 9.2.2010 kl. 01:57

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Breiðdalzvík gekk ágætilega þar til að Pallazynir keyptu upp kvódann þar, zem og Djúpivogur.  18tján hjóla trukkar keyra enn allan afla þaðan til Grindavíkur.

Hörmún að zjá dona fáfróðann málflutníng...

Steingrímur Helgason, 10.2.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband