Óttaslegnir United aðdáendur sjá fram á

skelfileg úrslit í leiknum á morgun og ekki að ástæðulausu. Maður spyr sig, missti rauðnefja rótarinn sig á æfingu og stórslasaði megnið af liðinu?

Þetta var nú ekki alveg það sem ég var að vonast eftir, það hefði nefnilega verði lúmskt gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið með sterkasta liði sem UTD hefur upp á að bjóða.

Nú fer um félaga mína geri ég ráð fyrir. 

Af mér er bara allt fínt að frétta og er bara svona helvíti góður....Wink

Góðar stundir.


mbl.is Meiðslavandræði hjá ensku meisturunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Megi bara betra liðið vinna og á mánudaginn líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2009 kl. 17:42

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég var spurður að því í dag hvor Gary MMMMeeeeeeggggsson væri kominn með eitthvort benítes syndrome, farinn að munnhöggvast við Rauðnef Rótara og hvort þeir væru að leggja hann í einelti kallangann eins saklausan og hann nú er kórdrengurinn úr skotaveldi (alias the last king of skotland) Ég hef grun um að skór hafi flogið í búningsklefanum eftir hörmungina á móti Brúsa kallinum og liðleysum hans hjá Wiggann fimleikafélagi sem að sjálfsögðu höfðu fengið smá sporslur fyrir að mæta ekki eða allavegna mjög seint á leikhús martraðanna síðastliðið miðvikudagskvöld. Þetta er ástæðan fyrir meiðslum í herbúðum unitedmanna og er það miður, ég sá fullskipað lið united á REEEBOOK rétt fyrir jólin 2007 gjörsigraða af spræku botnliði boltamanna og mig minnir að mmmeeeeeeggggsssssonnur hafi þá verið að stýra kórdrengjunum sínum í sínum fyrsta leik. Ég ætla ekki að spá United tapi á morgun því þá vinna þeir þannig að ég segi United sigrar þetta og sörinn setur sjálfan sig í stöðu miðvarðar góðar stundir líka Hallgrímur og megi allar okkar spár fara í vaskinn eða þannig. KV. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 16.1.2009 kl. 17:51

3 identicon

Það er naumast að "lifrarpolllar" eru að fara á taugum þessa dagana! Sæll Hallgrímur; ég þekki þig ekki neitt en les af og til bloggin þín, þau eru mörg hver ágæt, en nú ætla ég að leggja orð í belg: United fer á toppinn á morgun! Sættu þig við það kallinn! en við verðum að sjá til seinni part febrúar hvort Utd. tekst að setjast tryggilega á toppinn er þeir mæta Fulham, það kemur í ljós. Ég vorkenni pínulítið Benitez taugahrúgunni, þó hann hafi verið að segja "það sem allir voru að hugsa" þá er þetta upphlaup hjá honum hálf hjákátlegt, það verður að viðurkennast. En ég vona þrátt fyrir allt að kapphlaup Man.Utd., Liverpool og Chelsea um titilinn verði spennandi og skemmtilegt, því til þess er leikurinn gerður ekki satt??

K. Rúnar Karlsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:12

4 identicon

 Eru looserpooarar orðnir hræddir um að þetta verði n1 titlalaus leiktíðin.

pjakkurinn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:38

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Haltu áfram áfram að tjá þig hér Halli minn. Það er ekki gott að byrgja svona ótta og reiði inn í sér. Við erum vinir þínir og alltaf tilbúnir að hlusta. Þó við höfum ekki þurft að upplifa þessa niðurlægingu sem Liverpoolaðdáendur eru áskrifendur að til fjölmargra ára reynum við engu að síður að sýna þessu skilning.

Víðir Benediktsson, 16.1.2009 kl. 19:15

6 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég má til með að leiðrétta þig I Skúlason.Ferguson var kosinn stjóri ársins 2008 af IFFHS.En svo ég snúi mér að púllurunum,að þá er kominn svo mikill skjálfti í þá,því senn líður að því að Utd sígur fram úr þeim,og á mánudag tapa púllarar stigum,og fara hægt og sígandi að dragast aftur fyrir mína menn.Góða helgi.

Hjörtur Herbertsson, 16.1.2009 kl. 19:32

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Bwahahahahaha - brotnaði kúlan og ertu að horfa í glerbrotin .......

Ólafur Tryggvason, 16.1.2009 kl. 20:20

8 identicon

Það er eitt sem flestir Liverpoolmenn eiga sameiginlegt og það er að þeir eru hræðilegir spámenn. Þeir púlarar sem ég þekki hafa spáð tapi hjá Man Utd nánast í hverjum einasta leik og yfirleitt aldrei haft rétt fyrir sér. Þeir hafa líka ansi oft haldið því fram á haustin að nú sé titillinn þeirra vegna þess að þeir séu búnir að kaupa svo góða leikmenn yfir sumarið. En það er ekki nóg að kaupa 3-4 slappa hægri bakverði fyrir hvert tímabil og nokkra jólasveina í viðbót. Þeir héldu því meira að segja fram að Pennant væri góður leikmaður þegar hann var keyptur:).

Ég leyfi mér að efast um að stuðningsmaður Liverpool hafi einhvern tíman unnið í getraunum á annað en sjálfval:)

Addi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:23

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Högni, megi betra liðið vinna. Hvað gerðist þvílík súpa af mönnum á sjúkralista?

Strákar er þetta eitthvað torskilið? Ókey ég skal endurtaka þetta, "Þetta var nú ekki alveg það sem ég var að vonast eftir, það hefði nefnilega verði lúmskt gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið með sterkasta liði sem UTD hefur upp á að bjóða".

þetta líka, "Nú fer um félaga mína geri ég ráð fyrir".

Og svo smávægileg frétt af sjálfum mér, "Af mér er bara allt fínt að frétta og er bara svona helvíti góður".

Hvað á þetta skylt við Liverpool, gengi liðsins, stuðningsmenn liðsins, þjálfara liðsins eða einhverja kristalkúlu?

Er Það er þá rétt eftir allt saman að þið áhagendur UTD eruð að missa ykkur í stressi og vantrú á að liðið standi undir væntingum ykkar? Í guðanna bænum strákar haldi í ykkur þvaginu og ræðið um það sem ég skrifaði, ég skal svo koma með aðra færslu þar sem þið fáið tækifæri til að tjá ykkur um besta lið allar tíma, að sjálfsögðu Liverpool hvað annað...

Þessi einstaki áhugi ykkar á Liverpool þótt ekki sé minnst á liðið í færslunni segir mér bara eitt, þið eruð að undirbúa komuna út úr skápnum og viðurkenna opinberlega leyniaðdáun til margra ára á þessu frábæra liðið sem Liverpool óneitanlega er....

K. Rúnar Karlsson, takk fyrir innlitin á síðuna og enn ánægjulegra að þér skuli líka við margt að því sem ég ryð út úr mér hér. Eins og þú hefur væntanlega tekið eftir þá verður og ég get ekki verið þekktur fyrir annað en rannsaka með reglulegu millibili blóðþrýsting UTD aðdáenda.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 23:05

10 identicon

Komdu sæll Hallgrímur.

Sem stuðningsmaður United finnst mér að sjálfsögðu bagalegt hve sjúkralistinn er orðinn langur og ekki síður hvaða nöfn er þar að finna. Við skulum samt sem áður átta okkur á því að þetta þýðir að "minni" spámenn fá nú að spreyta sig og koma inn á alveg hjólgraðir og munu leggja allt í sölurnar til þess að sanna sig fyrir Sir Alex. Ég vona aðeins að reynsluleysi þeirra komi þeim ekki í koll. Það er mikið eftir að þessu móti þrátt fyrir að hagstæð úrslit náist ekki gegn Bolton er langur vegur frá Liverpool sé orðin meistari.

Annars er ég pollrólegur fyrir leikinn og er ekki að fara á taugum. En miðað við færsluna hjá er ég ekki svo viss um að það sama sé upp á teningnum hjá þér. Ég sé ekki betur en að þú sért að missa þig yfir því að United sé nú búinn að vinna upp 7.stiga muninn sem Liverpool hafði á mína menn. Það er sama hve margar færslur þú kannt að skrifa um United og spá þeim slæmu gengi. Og sama hve stíft þú rýnir í kristalkúluna þína, þá veður það að viðurkennast að United er mun líklegra til þess að standa uppi sem sigurvegari í vor. Ég meina meira að segja Torres viðurkennir það.Og ekki lýgur hann.Er það?

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 04:43

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að þessi kúla sé ferköntuð.

Víðir Benediktsson, 17.1.2009 kl. 06:07

12 Smámynd: Erna

He hehe  Eru menn eitthvað stressaðir núna

Lengi væntir vonin.

Erna, 17.1.2009 kl. 06:18

13 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Víðir - þar sem ert þarna á norðurhjara eins og "grímsi" langar mig að biðja þig að taka utan um kallinn og knúsa'nn - honum eins og skoðanabræðrum hans líður greinilega ekki vel. Skiljanlega. Ef ég og mitt lið hefði orðið enskur meistari síðustu jól [í mínum huga] væri ég miður mín yfir því að örfáum dögum seinna þegar ég gerði mér grein fyrir því að staða mála væri ekki í mínum höndum heldur liðs sem væri ríkjandi heims- og evrópumeistari.

Ólafur Tryggvason, 17.1.2009 kl. 08:27

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ólafur, þetta er alfarið í höndum Liverpool.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.1.2009 kl. 10:11

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei nei nei hvaða vitleysa er þetta, ég "missteig" mig þettaer alfarið í höndum MU, það er rétt, en hvað um það púllarar eru ekki að þola ástandið og bara gaman að því.

Mig dreymir enn um að Arsenal, Aston Villa og Everton komist ofar og að ég þurfi að horfa á í að minsta kosti 3 skjái í síðustu umferðinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.1.2009 kl. 11:09

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég faðma kallinn næst þegar ég hitti hann. þetta eru erfiðir tímar. Það er ekki átakalaust að standa alltaf í þeirri trú að nú eigi að meika það en .............

Víðir Benediktsson, 17.1.2009 kl. 11:21

17 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sigurður er nokkuð að marka Torres frekar en hinn Spanjólann sem hefur tekið upp á því að vera opinn ofan í rassgat alla daga fremur en hugsa um gengi liðsins? Það er skelfilegur misskilningur hjá þér að ég sé eitthvað stressaður yfir þessu, gáðu að því að ég er hundvanur allskonar uppákomum hjá þessu æðislega liði og þar er af nógu að taka sjáðu til. Þegar vel gengur þá er æðislega gaman, þegar illa gengur þá er líka gaman bara ekki alveg saman stemmingin en gaman samt sem áður.

Óli það þarf ekkert að faðma mig, spáðu í því hvað þetta liti klaufalega út, ég á hnjánum svo kallinn næði því annars myndi hann faðma á mér lærin..... Vertu spakur Víðir.....

Ég er sammála Högna svona vil ég helst hafa þetta, það var til dæmis ekkert leiðinlegt að horfa á síðustu keppnina í formúlunni þó úrslitin hefðu mátt vera aðeins öðruvísi, það er svo aftur annað mál sem væri hægt að tala um í marga mánuði hvernig tjallatitturinn og McLaren mútuðu titlinum lævíslega upp í sínar hendur.....

Hallgrímur Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 11:35

18 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ja hérna Hallgrímur,ætlarðu virkilega að halda því fram að McLaren hafi unnið titilinn á mútum?En ef svo skyldi nú hafa verið,(sem ég er 100% viss um að var ekki)ja þá hafa þeir lært það af,hverjum heldurðu?Ég veit alveg að þú veist það,en samt ætla ég að upplýsa það,auðvitað FERRARI:

Hjörtur Herbertsson, 17.1.2009 kl. 13:28

19 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ætlar þú virkilega að halda því fram að FERRARI viðhafi lævís og óheiðarleg vinnubrögð í formúlunni? Ég á ekki til orð, hvaðan hefur þú þína visku um formúlu, úr herbúðum McLaren ég bara spyr?

Þú ættir að vera fyrir löngu búinn að gera þér grein fyrir því að þeir sem keppa í rauðu (Ferrari, Liverpool) eru með því strangheiðarlegasta sem til er í íþróttaheiminum...

Hallgrímur Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband