Og það er búið að mata almenning

gjaldmi_lar_747556.jpgá því að heimsmarkaðsverð á fiski hafi í raun hækkað. Allt var það haugalygi í skjóli hruns á krónunni, alkunnar blekkinga Líú um allt góðærið, hagkvæmnina, arðsemina og vel rekinn sjávarútveg fljóta upp á yfirborðið að lokum. Eðli alls sem er orðið nógu rotið flýtur upp að lokum sama hversu vel menn múla hræðið niður.

Eitthvað eru menn feimnir við að tala um þá markaði sem hafa lokast og dýrari fiskinum hreinlega hent út samber þorskinn. Það er einnig farið með það eins og skotheldustu bankaleynd byrðarnar sem hlaðast upp og menn ná ekki að selja, hvað veldur?fiskmarka_ur.jpg

Ég get reynt að varpa ljósi á einn part af vandamálinu. Hugarfarlega helsjúk verðlagning á aflaheimildum og leigu kvóta á stóran þátt í þessu, vegna gríðarlegra skuldsetningar verður krafa sjálfvirk um verðmyndun á markaði sem á sér í raun fáar eða jafnvel enga hliðstæðu sem aftur leiðir af sér sjálfvirka eyðingu á markaði.

Fólk hættir aldrei að borða en það leitar í ódýrari vöru um leið og þrengir að, það segir sig sjálft hvað verður á matardiskum almennings á krepputímum. Þar verður ekki að finna rándýran þorsk og fáránlega dýra ýsu það ættu flestir að skilja.

Góðar stundir.


mbl.is Fréttaskýring: Hamfarir á hrávörumörkuðum hafa áhrif hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Ég segi þá líka nú er lag að taka kvótann til baka því ríkið (bankarnir) eiga þetta að mestu núna og síðan á að leigja kvótann til byggðanna á sanngjörnu og eðlilegu verði og SETJA SEM SKILYRÐI að fiskurinn verði unninn í heimabyggð og að almenningur fái aðgang að ÓDÝRRI SOÐNINGU og þá helst á kostnaðarverði, þú skýst í búð í dag og greiðir að lágmarki 1000 kall fyrir kílóið, í minni heimasveit fór maður niður á bryggju og fékk í soðið. Fiskur er orðinn lúxus á flestum heimilum en var á borðum flestra 3-5 sinnum í viku fyrir ekki svo mörgum árum.  Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 10.12.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband