Verkalýðsforustan er ekki fyrir verkafólk

Það undirstrikar Gunnar Páll duglega með gjörðum sínum. Verkalýðsforustan hefur fyrir löngu síðan steingleymt hlutverki sínu og lætur það yfir sig ganga að lámarkslaun á Íslandi séu undir hungurmörkum.

Eina sem gæti komið verkalýðsforustunni aftur inn í raunveruleika almennings er að þeir sæti sömu kjörum og lægstu launataxtar umbjóðendur þeirra segja til um. Hvað réttlætir það að þessi forusta skuli vera stríðalin á velmegunarlaunum þegar þeir standa sig ekki betur og verða síðan uppvísir að svona gjörningum eins og Gunnar Páll.

Ég leyfi mér að efast um heilindi þessara manna/kvenna þegar kemur að kjarasamningum fyrir almúgann sem þeir eiga greinilega ekki í neinum vandræðum með að taka í ósmurðan afturendann í skjóli myrkurs og reykfylltum bakherbergjum í þágu græðgi auðvaldsins.

Árangurstengja launin hjá verkalýðsforustunni og þeir eiga aldrei að hafa meira en þeir lægst launuðu, það er krafa dagsins í dag.

Er hægt að kalla Gunnar Pál þjóf í þágu gráðugra auðmanna? Ef svarið er á einhvern hátt jákvætt þá á að reka hann samstundis úr öllum ábyrgðarstöðum og störfum hjá VR.

Góðar stundir.


mbl.is Nýtur trausts stjórnar VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Þú sagðir allt sem mig langaði að segja. Gæti ekki verið meira sammála!

Hugarfluga, 6.11.2008 kl. 08:44

2 Smámynd: Mummi Guð

Ef að trúnaðaráðið hjá VR lýsi ekki yfir vantrausti yfir formanninn og allri stjórninni og sparki þeim, þá legg ég til við alla félaga í VR að segja sig úr félaginu. Þar sem þá sést að VR eru ekki að hugsa um sína félaga.

Mummi Guð, 6.11.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband