UTD stórkjaftarnir steinþegja

og eru sjálfsagt búnir að gleyma leiknum enda var UTD tekið í kennslustund í þessum leik. MerkilegtBallack hvað lítið ber á UTD aðdáendum á blogginu núna.WhistlingBallack sýndi það og sannaði hversu góður leikmaður hann er í þessum leik. Stórstjörnur UTD líktust einna helst smástrákum sem voru áhorfendur á góðum fótboltaleik Chelsea manna.Cool

Til hamingju Chelsea aðdáendur þetta var frábært nú verður allt í háspennu til loka. 


mbl.is Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég hef nú ekki verið sleginn í rot ennþá. Hef fulla trú á mínum mönnum. Átti reyndar aldrei von á að við myndum vinna þennan en leik en var að vonast eftir jafnteli.

Víðir Benediktsson, 26.4.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég hef nú reynda þá trú líka að UTD verði meistarar, en þeir verða að spila betur en þetta ef það á að takast. Nú er bara að vona að leikur minna manna fari vel annars þarf ég að éta eitthvað ofaní mig aftur...

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Það er alltaf gaman að sjá hvað stuðningsmenn annarra liða og þá sérstaklega Liverpool eru snöggir uppá fæturnar þegar Man Utd tapar stigum eða gengur illa. Ég held þú ættir bara að hugsa um þitt eigið lið sem sínir enn og aftur það metnaðarleysi að taka ekki nema eina keppni fyrir á ári.

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, 26.4.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það skyldi þó aldrei verða svo Doddi, ég reyndar hef ekki trú á því.

Nei sko birtist ekki einn hágrenjandi UTD. aðdáandi með gamlan hefðbundinn UTD. aðdáenda frasa sem er orðinn frekar þreyttur.

Nú er seinnihálfleikur minna manna að hefjast og staðan 1 - 0 heimamönnum í vil, þannig að líkurnar eru talsverðar á því að ég éti eitthvað ofaní mig á eftir ef mínir girða sig ekki í brók og átta sig á því að leikurinn er löngu byrjaður.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 15:10

5 Smámynd: Ingólfur Birgir Sigurgeirsson

Þetta eru bara góðir og gildir frasar. Svo er nú erfitt að grenja á svona stundu United á toppnum og stefnir að Englandsmeistaratitli. Það er nú meir en margur getur sagt.

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, 26.4.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Vissulega er UTD á toppnum en þetta er ekki búið þótt staðan sé góð. Möguleikinn á því að Chelsea hirði titilinn er til staðar þó svo ég hafi litla trú á því. En frasarnir eru frekar þreyttir. 2 - 1 og 18 mín eftir, sjálfsagt einhverjir farnir að kætast...

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 15:33

7 Smámynd: Dagur Björnsson

Ég veit nú ekki betur en að þínir menn hafi gert jafntefli við Birmingham... ;)

Þannig ég held að þínir menn hafi frekar hafi litið út eins og smástrákar 

Allt í góðu sagt :) 

Dagur Björnsson, 26.4.2008 kl. 18:52

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Dagur, lestu það sem ég skrifaði um þann leik. Þar eru hlutirnir gagnrýndir án hlutdrægni. Hvaðan að austan ertu? Annars er þessi færsla eingöngu til þess að kanna spennustigið hjá UTD aðdáendum, bara gaman að því...

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 20:28

9 Smámynd: Ólafur Tryggvason

GAMLI strigakjaftur með allt í fjórða gír - LOL - við MAN UTD menn eigum nú að hafa vita á því að leyfa lillu lúserpúl að njóta sín í þessu fáu skipti á ári hverju sem við ekki spilum okkar glæsilega fótbolta og ekki nema von að þessir fortíðarhugsuðir finni til gamals fiðrings þegar þeir gátu eitthvað og við vorum í verri málum - en svo tekur gamla grámyglan við og þeir kúka í buxurnar á móti Birmingham BWAHAHAHAHA.

Ekki koma með eitthvað kjaftæði um að þið hafið verið með varalið því það vantaði einnig marga burðarpósta í lið MAN UTD svo sem Evra Vidic Teves Ronaldo auk þess sem Rooney er að spila á einni löpp, en að sjálfsögðu stoppar það ekki þennan magnaða keppnismann að skora glæsilegt mark.

Úrslitin sanngjörn en það vantaði ekki mikið upp á að MAN UTD hefði jafnað eða jafnvel stolið sigrunum sbr, tvisvar bjargað á línu.

Ég held menn geti verið sammála um að Chel$ký eigi erfiðara prógramm eftir og í raun "nóg" fyrir MAN UTD að klára sína leiki sem undir öllu venjulega ætti að klárast.

Manchester United 
West Ham - heima
Wigan - úti

Chelsea 
Newcastle - úti
Bolton - heima

Ólafur Tryggvason, 26.4.2008 kl. 21:33

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hvaða gír sem er félagi ég er á sjálfskiptu... Ég er nú nokkuð viss um að UTD klári þetta. Ég horfði á leikinn og það er alveg rétt þeir hefðu hæglega getað unnið með smá heppni því verður ekki neitað.

Mér dettur ekki til hugar að afsaka neitt um mína menn, þeir voru svo drullulélegir fram undir miðjan seinnihálfleik að hálfa væri nóg. Í fullri hreinskilni þá var ég farinn að ryksuga þegar eitthvað fór svo loksins að gerast...

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 21:47

11 Smámynd: Dagur Björnsson

Ég kem frá Borgarfirði Eystri....já, ég las bloggið hjá þér Hallgrímur og það er mjög gaman að sjá leikinn gagnrýndan án hludrægni! Ég var bara að fíflast í þér fyrir ofan, Liverpool mega eiga það að þeir berjast fram í rauðan dauðann! Já og þú ert viss um að við United-menn vinnum þetta?

Það er eitt sem þú sagðir satt vinur...við erum kjaftstopp

Takk fyrir kaffið

Dagur Björnsson, 26.4.2008 kl. 22:32

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það Dagur, kaffið???? ekki alveg að fatta þetta...

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband