Er setið á svikráðum við íslendska þjóð, - ég bara spyr ?

Manni er svo sannarlega spurn, - eru þarna virkilega einhverjir þingmenn sem sitja á svikráðum við þjóðina ?

Almenningur á skýlausa heimtingu á hreinum og skýrum svörum. Hvað er verið að fara, - hvað er verið að fela ?

Þingmenn eru "ráðnir" af almenningi til þess að annast ákveðin mál fyrir þjóðina, (það er að sitja á Alþingi Íslendinga), og það er þjóðin, - almenningur, - sem borgar þeim kaup fyrir að annast þessi mál.

Eftir nokkra daga segir þjóðin sitt úrskilaorð um afdrif "Icesave"-málsins. En nú, þegar nokkrir þingmenn fara í leynilegum erindagerðum til útlanda, þá læðist óhjákvæmilega að manni sá grunur að verið sé að fara að baki þjóðarinnar, og að það sé hugsanlega setið á svikráðum við þjóðina.

Það hlýtur öllum að vera það morgunljóst, að næsta skref í þessum málum er það, að þjóðin segi sitt álit í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá fyrst, og þar á eftir, kemur að því að taka næstu skref. Og verði lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá er það ekki mál Íslendinga að óska frekari viðræðna. Það er hinsvegar þeirra þjóða sem eru að krefjast peningagreiðslu af Íslendingum að óska eftir frekari viðræðum.

Ef úrslit atkvæðagreiðslunnar fara þannig að lögin verði felld,- og, - ef það kynni að leiða til þess að ríkisstjórnin falli, - þá það, - þá verður það svo að vera. Þannig er einfaldlega okkar lýðræðislega kerfi byggt upp.

Þá verður komin upp sú staða að heppilegasta lausnin er að mynda utanþingsstjórn sem verði skipuð mönnum úr atvinnulífinu, en ekki neinum af núverandi þingmönnum, né heldur neinum af þeirra varamönnum.

Af hverju eru fulltrúar samfylkinu og hreyfingarinnar skildir eftir heima, er þeim ekki treystandi???? til að halda kjafti um leynimakkið!!!!!

Við vitum að Össur er opinn ofaní rassgat og blaðrar öllu sem hann veit og meira til og fylkingin gefur sig út fyrir að upplýsa almenning um drullumallið, þetta útskýrir helling fyrir mér.

Góðar stundir.


mbl.is Utan til funda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Hallgrímur; æfinlega !

Illan grun hefi ég um; að þú farir nokkuð nærri raunveruleikanum, í þinni ágætu grein.

Þessum mannskap; er trúandi til allrar mögulegrar óhæfu, hagnist þeir sjálfir á henni, persónulega.

Hygla sér; og sínum, purrkunarlaust, á okkar kostnað.

Með beztu kveðjum; norður yfir heiðar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 12:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er alltaf verið að svíkja og pretta íslenska þjóð

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband